Aukin gagnrýni í Bretlandi

Vaxandi gagnrýni er í Bretlandi og Hollandi út í Icesave …
Vaxandi gagnrýni er í Bretlandi og Hollandi út í Icesave samningana. Ómar Óskarsson

Ann Pettifor, breskur hagfræðingur, sagði í Silfri Egils að gagnrýni á Icesamninga í Bretlandi færi vaxandi, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna. Almenningur væri almennt ekki tilbúinn að taka á sig skuldbindingar vegna fallinna banka.

Einnig var rætt við Sweden van Winjbergen, hollenskan hagfræðing sem sagði að hollenskir sparifjáreigendur gætu sjálfum sér um kennt, og ekki bæri að koma þeim til hjálpar. Sagði hann mikilvægt að hollensk stjórnvöld skiptu um áherslur í viðræðum sínum við Íslendinga. Hann sagði Icesave ekki eingöngu vanda Íslendinga, fleiri bæru ábyrgð á málinu.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði í Silfrinu það vera bráðnauðsynlegt að fá alþjóðlegan sáttasemjara til að miðla málum í Icesave-deilu íslendinga við Breta og Hollendinga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert