Ekki of flókið árið 2003

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi.
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi. Heiðar Kristjánsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sagði á Alþingi árið 2003, þá sem þingmaður, að það væri „ein­hver allra öm­ur­leg­asti mál­flutn­ing­ur“ sem hann heyrði að sum mál væru svo flók­in að þau henti ekki í þjóðar­at­kvæði. Stein­grím­ur seg­ir nú við sænska fjöl­miðla að Ices­a­ve-málið sé of flókið fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Um­mæl­in fyr­ir sjö árum lét Stein­grím­ur falla í ræðu á þing­inu um frum­varp vegna Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Þar talaði hann um virkj­un­ina sem mesta um­hverf­is- og efna­hags­slys Íslands­sög­unn­ar.

„Treyst­um við ekki þjóðinni? Ekki get­ur það verið vand­inn að nokkr­um manni í þess­um sal, þing­ræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki full­fær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það sam­hliða því að hún kýs sér þing­menn. Stund­um heyr­ist að vísu ein­staka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flók­in að þau henti ekki í þjóðar­at­kvæði. Það er ein­hver allra öm­ur­leg­asti mál­flutn­ing­ur sem ég heyri. Menn geta al­veg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðar­inn­ar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera. Það er ekk­ert í þessu máli sem er þannig vaxið að það sé ekki auðvelt að upp­lýsa um það og kynna það. Við höf­um mik­il gögn," sagði Stein­grím­ur m.a. á Alþingi í mars árið 2003.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert