Frjálslyndi flokkurinn hyggst bjóða fram víða um land fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, m.a. á Ísafirði og í Kópavogi og Skagafirði. Þetta kom fram í fréttum Bylgjunnar þar sem rætt var við Guðjón A. Kristjánsson formann flokksins.
Miðstjórn Frjálslynda flokksins kom saman til fundar í gær en þar kom m.a. fram að fjárhagsstaðan sé mjög slæm. Sem kunnugt er náði hann ekki manni í síðustu þingkosningum.