Noregur tryggi lánin til Íslands

DYLAN MARTINEZ

Ríkisstjórn Noregs verður að taka sjálfstæða ákvörðun og tryggja að Ísland fái lán frá alþjóðasamfélaginu, óháð Icesave-málinu. Þetta er ályktun stjórnar and-Evrópusamtakanna „Nei til EU“ í Noregi, sem þau hafa sent frá sér í tilkynningu.

Þar segir að yfirfangur ESB-ríkjanna Bretlands og Hollands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sé alvarlegt mál og honum verði að linna. Segir þar að Íslendinga eigi að þvinga til að greiða milljarða sem muni setja efnahag landsins í erfiða skuldastöðu og veikja landið sem velferðarríki.

Þar segir að einungis sé sanngjarnt að þjóðin fái að segja sitt í atkvæðagreiðslu um málið. „Alþjóðasamfélagið verður að virða sjálfsákvörðunarrétt Íslands og rétt þess til þess að fá mál sitt útkljáð eftir löglegum leiðum. Bæði Alþingi og forsetinn hafa tekið það fram að Ísland muni standa við þær skuldbindingar sem allir veðri sammála um að það beri. Þess er krafist að fjárhagsaðstoðin frá Noregi verði ekki tengd málinu á neinn hátt, vegna yfirgengilegra krafna frá Bretum og Hollendingum.

„Það getur ekki verið Noregi í hag að eyríkið verði fátækt land með litla velferð. Þvert á móti ætti Noregur að auka stuðning sinn við Ísland, ef hann getur á einhvern hátt aðstoðar örvætningarfulla nágrannaþjóð sína,“ segir í lok tilkynningarinnar. Greint er frá þessu á norska fréttavefnum e24.no.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka