Popplandslið Íslands afhenti Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tæpa 1,5 milljón króna sem söfnuðust á árlegum styrktartónleikum í Háskólabíó í gær. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður stjórnar SKB, og unglingahópur félagsins tóku við framlaginu í hléi tónleikanna.
Tæpl 600 manns borguðu sig inn á tónleikana en að sögn Einars Bárðarsonar, skipuleggjanda tónleikanna, er það minni aðsókn en hefur verið síðustu ár. Engu að síður er stefnt að því að halda tónleikana að ári, en þeir fóru nú fram í tólfa sinn.
Á tónleikunum komu meðal annars fram Sálin hans Jóns míns, Ingó og Veðurguðirnir, stórsveitin Buff, Hvanndalsbræður, Jóhanna Guðrún, Hafdís Huld, Friðrik Ómar, Jögvan, Skítamórall, Ragnheiður Gröndal og Geir Ólafsson