Um túlkun blaðamanns að ræða

Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn.
Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra hefur sent frá sér athugasemd vegna umfjöllunar íslenskra fjölmiðla um viðtalið við Steingrím J. Sigfússon í Sænska dagblaðinu í dag. Það sé rangt að Steingrímur hafi sagt Icesave-málið vera of flókið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Um túlkun blaðamannsins sænska sé að ræða sem standist ekki skoðun þegar viðtalið sé lesið.

Segir í athugasemdinni að orðrétt séu ummæli Steingríms eftirfarandi:

„Það er óvenjulegt að svo flókin mál, sem fjalla um deilur við önnur lönd og fjárhagslegar ákvarðanir líkt og ríkisábyrgðir og skatta, séu lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnvel í þeim löndum þar sem sterk hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum er ekki ekki kosið um skatta.“

Síðan segir í athugasemdinni: „Í inngangi fréttarinnar segir vissulega að Steingrímur segi í viðtalinu að Icesavemálið sé of flókið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar er um orð og túlkun blaðamannsins að ræða sem augljóslega stenst ekki þegar viðtalið er lesið. Þó hér sé ekki um stórmál að ræða er mikilvægt að ávallt sé farið rétt með þegar fjölmiðlar vitna í orð manna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert