Á fjórða tug slasaðist í hálku

Fjöldi fólks hefur leitað til slysadeildar Landspítalans í morgun
Fjöldi fólks hefur leitað til slysadeildar Landspítalans í morgun mbl.is/Ómar Óskarsson

Á fjórða tug einstaklinga leituðu aðstoðar slysadeildar Landspítalans eftir að hafa dottið í hálku frá klukkan átta til ellefu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeildinni eru áverkarnir í mörgum tilfellum nokkuð alvarlegir, og hefur fólk t.d. komið með slæm ökklabrot, brot í hnéskel, axlaáverka og handleggsbrot.

Konur virðast oftar lenda í því að renna á svellinu en karlar, og segir læknir sem mbl.is ræddi við að þær þurfi mögulega að huga betur að skófatnaði sínum áður en haldið er út í hálkuna. Þá eru flestir þeir sem leitað hafa til slysadeildarinnar í morgun komnir yfir miðjan aldur. Flestir detta á leið til vinnu, oft á bílastæðum fyrir utan heimili sín.

Hált hefur verið í morgun. Mynd úr safni.
Hált hefur verið í morgun. Mynd úr safni. mbl.is/Þorkell Þorkelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert