Garnaveiki í Fáskrúðsfirði

mbl.is/Árni Torfason

Héraðsdýralæknir lógaði í seinustu viku þremur ám á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði vegna gruns um garnaveiki, sem síðar var staðfestur við krufningu. Fram kemur á vef Austurgluggans, að búist sé við að bólusetning við garnaveiki hefjist að nýju á svæðinu.

Síðast var bólusett við garnaveiki haustið 2005 en þá hafði ekki fundist garnaveiki á svæðinu suður að Hamarsá í áratugi. Kindurnar, sem lógað var, voru fæddar 2006 og 7.

Austurglugginn hefur eftir Hákoni Hanssyni, héraðsdýralækni á Breiðdalsvík, að á næstu dögum verði teknar blóðprufur til að kanna hvort fleiri kindur hafi smitast. Bændum í Fáskrúðsfirði hefur verið tilkynnt um málið skriflega og fundað verður um framhaldið í næstu viku. Hann reiknar með að bólusetning við garnaveiki hefjist aftur á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert