Kennarar senda 2 milljónir til Haítí

Frá björgunaraðgerðum á Haítí.
Frá björgunaraðgerðum á Haítí. Ljósmynd/Landsbjörg

Kenn­ara­sam­band Íslands hef­ur ákveðið að leggja ell­efu þúsund evr­ur eða um 2 millj­ón­ir ís­lenskra króna inn á söfn­un­ar­sjóðsreikn­ing Alþjóðasam­bands kenn­ara til styrkt­ar Haítí.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá KÍ verður féð notað til upp­bygg­ing­ar mennt­un­ar og skóla­starfs og stuðnings nem­end­um og kenn­ur­um í land­inu. Þessi upp­hæð jafn­gild­ir því að hver fé­lags­maður KÍ, jafnt starf­andi kenn­ar­ar sem og eft­ir­launaþegar, greiði eina evru til hjálp­ar- og upp­bygg­ing­ar­starfs­ins í þessu hrjáða landi.

KÍ er aðili að Alþjóðasam­band­inu (Educati­on in­ternati­onal, EI) ásamt 400 öðrum kenn­ara­sam­tök­um í 172 lönd­um, þar á meðal CNEH (Con­fé­dérati­on Nati­onale des Educa­teurs d'Haïti) sem er kenn­ara­sam­bandið á Haití.

Í bréfi til allra aðild­ar­sam­taka í til­efni af jarðskjálft­an­um sagði Fred van Leeuwen fram­kvæmda­stjóri EI meðal ann­ars: „Við erum öll með hug­ann við eft­ir­lif­end­ur og haí­tísku þjóðina á þess­um hörm­unga­tím­um. Lang­tíma­áhrif jarðskjálft­ans verða gríðarleg og EI mun af al­efli aðstoða CNEH við að styðja kenn­ara, nem­end­ur og sam­fé­lagið í heild í því verk­efni að byggja upp líf sitt að nýju og geta snúið aft­ur í skól­ann og til vinnu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert