Langur en rýr fundur

Bjarni Benediktsson kemur til fundar í Stjórnarráðinu
Bjarni Benediktsson kemur til fundar í Stjórnarráðinu mbl.is/Golli

Löng­um fundi formanna rík­is­stjórn­ar- og stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna er nú lokið í stjórn­ar­ráðinu en lengd fund­ar­ins var ekki í sam­ræmi við út­kom­una að sögn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar.  Þá seg­ir Bjarni Bene­dikts­son stjórn­ar­and­stöðuna ekki fá mik­il svör.

„For­sæt­is­ráðherra vildi setja okk­ur inn í það sem hef­ur gerst frá því við töluðum sam­an síðast, það er ekki margt en það eru líka tíðindi að við fáum ekki mik­il svör,“ seg­ir Bjarni. „Við rædd­um á þess­um fundi um það  hvernig við mynd­um standa að sam­ræðu okk­ar í milli í gegn­um þingið ef viðræður færu að nýju af stað. Það er ekki flókið mál fyr­ir mér.

Hitt er miklu mik­il­væg­ara og hang­ir ennþá í lausu lofti: Kom­ast viðræður af stað? Og á hvaða for­send­um eru viðsemj­end­ur okk­ar til­bún­ir að ræða við okk­ur? Það er fyr­ir mér al­gjört grund­vall­ar­atriði. Ég er ekki til­bú­inn til að standa að viðræðum í þessu máli á þeim for­send­um sem málið var leitt til lykta á.“

Sig­mund­ur Davíð seg­ir að á þess­um fundi, sem er sá þriðji sem hald­inn er síðan for­seti neitaði að skrifa und­ir Ices­a­ve lög­in, hafi verið áfram­hald­andi vanga­velt­ur um það á hvaða nót­um eigi að fara í þess­ar viðræður.  Aðspurður um viðræður við Hol­lend­inga og Breta seg­ir Sig­mund­ur að ráðherr­arn­ir gefi „ekk­ert uppi um við hverja er verið að tala og hvað þá hvað þeir eru að segja.“

Bjarni seg­ir hins­veg­ar aug­ljóst að sam­skipti hafi að und­an­förnu verið á milli for­sæt­is, -ut­an­rík­is, -og fjár­málaráðherra við starfs­bræður sína er­lend­is auk þess leitað hafi verið ráða ann­ars staðar. „En lyk­il­spurn­ing­in er sú hvort þess­ar aðstæður sem hafa skap­ast hér opni ein­hver ný tæki­færi fyr­ir okk­ur og við henni hef­ur ekki feng­ist neitt svar ennþá.“

Ann­ar fund­ur er fyr­ir­hugaður á miðviku­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert