Mikil óánægja ríkir meðal nemenda í Grunnskólanum á Ísafirði með baðaðstöðuna í Sundhöll Ísafjarðar. „Bæði nemendur og starfsfólk hafa orðið vör við að vel sést inn í búningsklefann af götunni og sérstaklega þegar glugginn er opinn, sem hann er oft,“ segir Aðalheiður Kristín Aðalsteinsdóttir, nemi í GÍ, í samtali við fréttavef Bæjarins besta.
Hún segir ástandið vera það slæmt
að margir nemendur hafi sleppt tímum í sundi vegna þessa. „Ég er nú til
dæmis þannig að ég kann ekkert vel við að aðrar stelpur sjái mig þegar
ég er nakin og hvað þá að allir á Ísafirði geti séð mig. Það eru fleiri
sama sinnis og margir hafa hætt að mæta í sundtíma vegna þessa.“ Hún
bætir við að þeir sem sækja enn skólasund komi oftar en ekki oft seint
þar sem biðröð myndast við klósettið þar sem allir vilja skipta um föt
þar inni bak við luktar dyr.