Stefnt að fundi í kvöld

Fulltrúar flokkanna á þingi á fundi í Stjórnarráðinu í síðustu …
Fulltrúar flokkanna á þingi á fundi í Stjórnarráðinu í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Stefnt er að því að full­trú­ar stjórn­mála­flokk­anna hitt­ist á fundi í kvöld klukk­an 20 þar sem ræða á áfram hugs­an­lega sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu, sátt­ar­gjörð, um fram­hald Ices­a­ve-máls­ins og mögu­leg­ar viðræður við Breta og Hol­lend­inga.

Leiðtog­ar flokk­anna hitt­ust tví­veg­is í síðustu viku og var stefnt að frek­ari funda­höld­um um helg­ina eða í þess­ari viku. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði í síðustu viku að reiknað væri með því að niðurstaða fá­ist í fyrri hluta þess­ar­ar viku hvort mögu­leiki opn­ist á að  setj­ast að samn­inga­borðinu með Bret­um og Hol­lend­ing­um.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sagði á laug­ar­dag að ef form­leg­ar viðræður hefjast milli Íslands ann­ars veg­ar og Breta og Hol­lend­inga hins veg­ar um Ices­a­ve verði m.a. rætt um vaxta­kostnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert