Meirihluti félagsmanna VM telur laun ekki duga fyrir útgjöldum

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir niðurstöðurnar vekja óhug.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir niðurstöðurnar vekja óhug. mbl.is/Jón A. Bjarnason

Sam­kvæmt könn­un Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna (VM) telja um 40% fé­lags­manna að mánaðarlaun þeirra dugi fyr­ir mánaðarleg­um út­gjöld­um, en 60% telja að þau gera það ekki. Um er að ræða óform­lega könn­um sem gerð var á heimasíðu VM. Um 400 manns tóku þátt í könn­un­inni, eða 10% fé­lags­manna.

Í pistli á heimasíðu VM seg­ir Guðmund­ur Ragn­ars­son, formaður VM, niður­stöðurn­ar setja að sér óhug og und­ir­strika það sem hann hef­ur haft á til­finn­ing­unni um stöðuna í þjóðfé­lag­inu, en fáir hafi viljað kann­ast við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka