Meirihluti félagsmanna VM telur laun ekki duga fyrir útgjöldum

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir niðurstöðurnar vekja óhug.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir niðurstöðurnar vekja óhug. mbl.is/Jón A. Bjarnason

Samkvæmt könnun Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) telja um 40% félagsmanna að mánaðarlaun þeirra dugi fyrir mánaðarlegum útgjöldum, en 60% telja að þau gera það ekki. Um er að ræða óformlega könnum sem gerð var á heimasíðu VM. Um 400 manns tóku þátt í könnuninni, eða 10% félagsmanna.

Í pistli á heimasíðu VM segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, niðurstöðurnar setja að sér óhug og undirstrika það sem hann hefur haft á tilfinningunni um stöðuna í þjóðfélaginu, en fáir hafi viljað kannast við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert