Var að flýta sér á næstu bensínstöð

Á veginum yfir Hellisheiði.
Á veginum yfir Hellisheiði.

Maður, sem staðinn var að því að aka á 160 km hraða á Hellisheiði um helgina, gaf lögreglu þá skýringu á hraðakstrinum, að hann væri alveg að verða bensínlaus og hefði því gefið í til að ná sem fyrst á næstu bensínstöð.

Selfosslögreglan sýndi manninum og bensínleysi hans hins vegar litla samúð  og svipti hann ökuréttindum enda kom í ljós, að maðurinn var einnig undir áhrifum áfengis.

Annar ökumaður var stöðvaður fyrir ofsaakstur á Hellisheiði. Sá var með bráðabirgðaökuskírteini og mældist á 144 kílómetra hraða. Hann var sviptur ökurétti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert