Andlát: Guðmundur Lárusson

Guðmund­ur Lárus­son frjálsíþróttamaður lést 14. janú­ar sl. á 85. ald­ursári. Guðmund­ur fædd­ist á Eyr­ar­bakka 23. nóv­em­ber 1925. Hann var af gull­ald­arkyn­slóð ís­lenskra frjálsíþrótta­manna sem gerði garðinn fræg­an á ár­un­um 1948-1956.

Þar má nefna, auk Guðmund­ar, Clausen-bræður, þá Hauk og Örn, Gunn­ar Huse­by, Finn­björn Þor­valds­son, Torfa Bryn­geirs­son, Ásmund Bjarna­son og svo bætt­ist við í lok þessa gull­ald­ar­skeiðs silf­ur­haf­inn á Ólymp­íu­leik­un­um í Mel­bour­ne 1956, Vil­hjálm­ur Ein­ars­son.

Guðmund­ur var fé­lagi í Ármanni. Hann var mjög sig­ur­sæll á mót­um heima og heim­an, bæði í ein­stak­lingskeppni og boðhlaup­um.

Hann keppti m.a. á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í Brüs­sel árið 1950 og vann það af­rek að verða fjórði í 400 metra hlaupi á nýju Íslands­meti á tím­an­um 48,0 sek­únd­um. Met Guðmund­ar stóð í meira en 20 ár. Einnig keppti hann fyr­ir Íslands hönd á Ólymp­íu­leik­un­um í Hels­inki árið 1952.

Guðmund­ur Lárus­son starfaði hjá Pósti og síma í 54 ár, eða til 70 ára ald­urs. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Sunn­evu Jóns­dótt­ur, og fimm upp­kom­in börn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert