Þeir Lárus L. Blöndal hæstaréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor munu á næstu dögum birta niðurstöður sínar um lagalega stöðu Icesave-málsins í norska dagblaðinu Aftenposten.
Einnig er verið að þýða greinarnar á ensku og fleiri tungumál og vonast þeir, að sögn Lárusar, til þess að fá greinarnar birtar víðar í framhaldinu.
Greinar Lárusar og Stefáns, sem birtust í Morgunblaðinu í síðustu viku, eru öllum aðgengilegar á vef Morgunblaðsins, mbl.is/greinar, og þegar þýðingarnar berast verða þær einnig birtar þar, öllum aðgengilegar þannig að hægt verður að vísa á þær eftir hentugleikum.