Birta greinar sínar erlendis

Þeir Lár­us L. Blön­dal hæsta­rétt­ar­lögmaður og Stefán Már Stef­áns­son laga­pró­fess­or munu á næstu dög­um birta niður­stöður sín­ar um laga­lega stöðu Ices­a­ve-máls­ins í norska dag­blaðinu Af­ten­posten.

Einnig er verið að þýða grein­arn­ar á ensku og fleiri tungu­mál og von­ast þeir, að sögn Lárus­ar, til þess að fá grein­arn­ar birt­ar víðar í fram­hald­inu.

Grein­ar Lárus­ar og Stef­áns, sem birt­ust í Morg­un­blaðinu í síðustu viku, eru öll­um aðgengi­leg­ar á vef Morg­un­blaðsins, mbl.is/​grein­ar, og þegar þýðing­arn­ar ber­ast verða þær einnig birt­ar þar, öll­um aðgengi­leg­ar þannig að hægt verður að vísa á þær eft­ir hent­ug­leik­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka