Blaðamaður SvD stendur við fréttina

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Blaðamaður Sænska dagblaðsins (SvD, er átti samtal við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra um Icesave-málið, segist standa við frétt sína.

Í inngangi fréttarinnar hafi ekki verið bein tilvitnun í ummæli Steingríms, heldur hafi það verið hans túlkun að Steingrímur teldi Icesave-málið vera of flókið til að fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eftir að sagt var frá þessari frétt í fjölmiðlum hér á landi á sunnudag sendi aðstoðarmaður Steingríms út athugasemd þar sem því var hafnað að ráðherra hafi haldið því fram að Icesave væri of flókið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert