Borgin styrkir hjálparstarf á Haítí

Drengur í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í dag.
Drengur í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í dag. Reuters

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í kvöld að verja sem svaraði 100 krónum á borgarbúa til hjálparstarfa á Haítí. Verður Rauða krossi Íslands faliðn ráðstöfun fjárins. 

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, mælti fyrir tillögunni, sem allir flokkar stóðu að og var samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Hvatti Þorleifur einnig til þess, að efnt verði til landssöfnunar á vegum hjálparsamtaka og fjölmiðla í þágu íbúa á Haítí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert