Engar viðræðuóskir frá Íslandi

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands Reuters

Hollensk stjórnvöld hafa ekki fengið formlegar óskir frá íslenskum stjórnvöldum um viðræður um Icesave-samningana og Hollendingar munu ekki hafa frumkvæði að slíkum viðræðum, að sögn Wouters Bos, fjármálaráðherra Hollands.

Reutersfréttastofan vitnar í bréf, sem Bos hefur sent hollenska þinginu þar sem hann segist skilja hina erfiðu stöðu, sem Íslendingar séu í en Holland verði að bíða úrslita þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi um Icesave-lögin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert