Samninganefnd FÍA undirbýr verkfallsboðun

Tæpt ár er liðið frá því samningur FÍA við Icelandair …
Tæpt ár er liðið frá því samningur FÍA við Icelandair rann út. mbl.is/Frikki

Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur samþykkt að hefja undirbúning að boðun verkfalls og er tillaga þess efnis í allsherjaratkvæðagreiðslu hjá flugmönnum Icelandair um þessar mundir.

Þetta segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar FÍA,  í fréttabréfi félagsins.

Fram kemur í fréttabréfinu að stuttum samningafundi hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu FÍA við Icelandair hafi lokið 12. janúar með upp úr þeim hafi slitnað. Samningur FÍA við Icelandair hafi verið laus frá 1. febrúar 2009.

„Samningsvilji viðsemjenda okkar hefur verið afar takmarkaður og þyngra undir fæti í þessum viðræðum en áður hefur þekkst í áraraðir. Bæði flugvirkjar og flugfreyjur gengu frá kjarasamningum við Icelandair á síðasta ári eftir að hafa samþykkt verkfallsboðanir. Komi til þess að flugmenn boði jafnframt verkfall til að knýja á um gerð kjarasamnings er það áfellisdómur yfir stjórnendum Icelandair. Þeir virðast ófærir um að semja án þess að starfsmenn grípi til þess neyðarúrræðis að boða verkfall,“ skrifar Örnólfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert