Hafís 8,5 sjómílur frá landi

Landhelgisgæslan fer í regluleg könnunarflug til að fylgjast með hafís.
Landhelgisgæslan fer í regluleg könnunarflug til að fylgjast með hafís. Af vef Landhelgisgæslunnar.

Ískönnunarflug Landhelgisgæslunnar í gærkvöld leiddi í ljós að hafís er 8,5 sjómílur frá landi út af Barðsvík og Straumnesi á Hornströndum, þar sem hafísinn er næst landi.

Er það talsvert nær landi en á laugadag þegar Eir, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór síðast í ískönnunarflug, en þá var ís 12,5 sjómílur frá landi þar sem hann var styðst frá landi.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni ætti hafísinn þar sem hann er nú ekki að hafa áhrif á helstu siglingaleiðir og ekki talin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af ísnum, enda virtist hann reka frá landi þegar flogið var yfir í gærkvöld.

Hins vegar ítrekar starfsmaður Landhelgisgæslunnar að mikilvægt sé að fara með gát og fylgjast með tilkynningum t.d. frá gæslunni og Veðurstofunni.

Eins og sjá má er hafís 8,5 sjómílur frá landi …
Eins og sjá má er hafís 8,5 sjómílur frá landi út af Hornströndum. Kort frá Landhelgisgæslunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert