Hrein staða neikvæð um 1.450 milljarða króna

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Hrein staða þjóðarbús­ins er nei­kvæð um 1.450 millj­arða króna, eða sem nem­ur tæp­lega lands­fram­leiðslu Íslands.

Fram kem­ur í minn­is­blaði frá Seðlabanka Íslands, sem lagt var fyr­ir fjár­laga­nefnd Alþing­is, að hrein staða sé mun nei­kvæðari en fram kem­ur í nýj­ustu töl­um sem birt­ar eru á heimasíðu bank­ans.

Seðlabank­inn ráðger­ir að hrein skuld vegna Ices­a­ve, miðað við 88% end­ur­heimt­ur á eigna­safni Lands­bank­ans, verði 230 millj­arðar. Upp­gjör milli NBI og gamla Lands­bank­ans bæti 314 millj­örðum við nei­kvæða stöðu og „ýms­ar leiðrétt­ing­ar“ auki hreina skulda­stöðu um 400 millj­arða króna.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert