Hrein staða þjóðarbúsins er neikvæð um 1.450 milljarða króna, eða sem nemur tæplega landsframleiðslu Íslands.
Fram kemur í minnisblaði frá Seðlabanka Íslands, sem lagt var fyrir fjárlaganefnd Alþingis, að hrein staða sé mun neikvæðari en fram kemur í nýjustu tölum sem birtar eru á heimasíðu bankans.
Seðlabankinn ráðgerir að hrein skuld vegna Icesave, miðað við 88% endurheimtur á eignasafni Landsbankans, verði 230 milljarðar. Uppgjör milli NBI og gamla Landsbankans bæti 314 milljörðum við neikvæða stöðu og „ýmsar leiðréttingar“ auki hreina skuldastöðu um 400 milljarða króna.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.