Kvartað undan drykkjulátum í heimahúsum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Lög­regl­an í Vest­manna­eyj­um hafði í ýmis horn að líta í vik­unni sem leið og nokkuð um að aðstoða þurfti fólk sem var að skemmta sér til að kom­ast til síns heima.  Þá var, eins og und­an­farn­ar vik­ur, nokkuð um kvart­an­ir vegna ónæðis. Var þá aðallega um að ræða ónæði vegna drykkju­láta í heima­hús­um, að því er seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar.

Um miðjan dag þann 13. janú­ar sl. var lög­reglu til­kynnt um að reyk legði frá húsi í Búhamri. Reynd­ist þarna hafa kviknað í út frá ís­skáp sem var inni í bíl­skúr og lagði þó nokk­urn reyk frá bíl­skúrn­um. Slökkviliðið var kallað út og gekk greiðlega að ráða niður­lög­um elds­ins sem reynd­ist ekki mik­ill. Eitt­hvað tjón hlaust hins veg­ar af hita, reyk og sóti. Slökkviliðið sá um að reykræsta bíl­skúr­inn.

Að morgni 13. janú­ar sl. var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölv­un við akst­ur. Er þarna um að ræða fyrsta öku­mann þessa árs sem stöðvaður er vegna gruns um ölv­un við akst­ur. Á liðnu ári voru alls 11 öku­menn stöðvaðir vegna gruns um ölv­un við akst­ur og 7 öku­menn stöðvaðir vegna gruns um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert