Kvartað undan drykkjulátum í heimahúsum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í vikunni sem leið og nokkuð um að aðstoða þurfti fólk sem var að skemmta sér til að komast til síns heima.  Þá var, eins og undanfarnar vikur, nokkuð um kvartanir vegna ónæðis. Var þá aðallega um að ræða ónæði vegna drykkjuláta í heimahúsum, að því er segir í dagbók lögreglunnar.

Um miðjan dag þann 13. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um að reyk legði frá húsi í Búhamri. Reyndist þarna hafa kviknað í út frá ísskáp sem var inni í bílskúr og lagði þó nokkurn reyk frá bílskúrnum. Slökkviliðið var kallað út og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins sem reyndist ekki mikill. Eitthvað tjón hlaust hins vegar af hita, reyk og sóti. Slökkviliðið sá um að reykræsta bílskúrinn.

Að morgni 13. janúar sl. var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Er þarna um að ræða fyrsta ökumann þessa árs sem stöðvaður er vegna gruns um ölvun við akstur. Á liðnu ári voru alls 11 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og 7 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka