Norðmenn hrósa Íslendingum

Mikil þörf er á aðstoð á Haítí.
Mikil þörf er á aðstoð á Haítí. REUTERS

Töluvert er gert úr því á fréttavefsíðu Addreseavisen í Þrándheimi í Noregi að íslenska rústabjörgunarsveitin hafi verið með fyrstu hjálparsveita til Haítí eftir jarðskjálftann mikla sem reið yfir landið í síðustu viku.

Í grein á vefsíðunni í dag bendir norskur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna á að íslenska sveitin hafi meira að segja komið á undan sveitum frá Bandaríkjunum, en sem kunnugt er er Bandaríkin nágrannaland Haítí.

Þá var fjallað um það í sérstakri grein í síðustu viku að Íslendingar yrðu meðal fyrstu þjóða til að senda hjálparsveit á staðinn.

Fyrri greinin

Síðari greinin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert