NPR fjallar um Icesave-deiluna

mbl.is

Banda­ríska fjöl­miðlafyr­ir­tækið Nati­onal Pu­blic Radio (NPR) fjall­ar ít­ar­lega um Ices­a­ve-málið á frétta­vef sín­um í dag. Þar er rætt við Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, Stein­grím J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra og Jó­hann­es Þór Skúla­son, full­trúa InD­efence.

Fjallað er um for­sögu Ices­a­ve-deil­unn­ar og ákvörðun for­seta Íslands að skrifa ekki und­ir Ices­a­ve-lög­in sem samþykkt voru á Alþingi í des­em­ber.

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir í viðtali við NPR að það sé lyk­il­atriði í stjórn­kerfi Íslands að al­menn­ing­ur fái að segja skoðun sína og það sé hlut­verk for­seta að tryggja að fólkið hafi loka­orðið um setn­ingu laga.

Jó­hann­es seg­ir í viðtali við NPR að Íslend­ing­um beri ekki að end­ur­greiða Hol­lend­ing­um og Bret­um og ef svo færi að um end­ur­greiðslu yrði að ræða þá þyrfti hún að vera með betri skil­yrðum held­ur en þeim sem fylgja nú­ver­andi sam­komu­lagi.

„Ímyndaðu þér hver niðurstaðan yrði í Banda­ríkj­un­um ef skatt­greiðend­ur hefðu mögu­leika á að greiða at­kvæði um lög­in. Ímyndaðu þér það," seg­ir Stein­grím­ur í viðtali við NPR. Hann seg­ir það ekki auðvelt að sann­færa kjós­end­ur um að samþykkja aukn­ar skatt­greiðslur og frek­ari efna­hags­leg­ar byrðar vegna óá­byrgr­ar hegðunar banka­mann­anna.

Seg­ir í grein­inni að Stein­grím­ur sé afar ósátt­ur við þá ákvörðun for­seta Íslands að skrifa ekki und­ir lög­in og eðli­lega sé al­menn­ing­ur ekki sátt­ur við sam­komu­lagið. „Ekk­ert okk­ar er sátt við þetta en við verðum að leysa þetta svo við get­um haldið áfram og með end­urupp­bygg­ingu efna­hags­lífs­ins," seg­ir Stein­grím­ur.

Grein­in í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert