Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg

Til hvassra orðaskipta kom á milli Vil­hjálms Þ. Vil­hjálms­son­ar, for­seta borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur, og Ólafs F. Magnús­son­ar, borg­ar­full­trúa F-lista þegar Ólaf­ur flutti til­lögu um að Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­stjóri, víki úr starfi. Vítti Vil­hjálm­ur Ólaf form­lega fyr­ir mál­flutn­ing sinn.

Ólaf­ur las upp bók­un sem fylgdi til­lög­unni og lauk henni með frum­sömdu kvæði þar sem Hönnu Birnu var fundið allt til foráttu. Vil­hjálm­ur, sem stýrði fund­in­um, greip þá fram í fyr­ir Ólafi og sagði að hann gæti ekki farið með níðvís­ur nema bera ábyrgð á því sjálf­ur.  Ólaf­ur sagðist gera það og lauk síðan við kvæðið.

Að lok­inni ræðu Ólafs sagðist Vil­hjálm­ur ekki sjá sér annað fært en að víta Ólaf form­lega fyr­ir mál­flutn­ing sinn. Sagði Vil­hjálm­ur m.a. efn­is­inni­hald bók­un­ar Ólafs væri að stór­um hluta í and­stöðu við samþykkt­ir borg­ar­stjórn­ar og úr­sk­urðaði hann að bók­un­in yrði ekki færð í fund­ar­gerðarbæk­ur borg­ar­stjórn­ar.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tvö efn­is­atriði í bók­un Ólafs þyrftu skoðunar við. Ann­ars veg­ar ef rétt væri að borg­ar­ráð hefðu ekki fengið rétt­ar upp­lýs­ing­ar um  ferðakostnað og hins veg­ar að all­ir flokk­ar nema Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefðu gert grein fyr­ir  þeim fjár­styrkj­um sem þeir fengu frá fyr­ir­tækj­um á umliðnum árum.

Óskar Bergs­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks, lagði fram bók­un og frá­vís­un­ar­til­lögu við til­lögu Ólafs. Sagði m.a. í bók­un­inni, að að væri að verða fast­ur liður á borg­ar­stjórn­ar­fund­um að sitja und­ir dylgj­um og órök­studd­um ásök­un­um Ólafs.  Frá­vís­un­ar­til­lag­an var síðan samþykkt með 8 at­kvæðum gegn 1 en 6 sátu hjá. 

Ólaf­ur lagði þá fram bók­un þar sem sagði m.a. að það væri aumt að sjá hvernig flokk­ar gætu kúgað góða ein­stak­linga til að greiða at­kvæði gegn sinni dýpstu sann­fær­ingu. Sagðist hann viss um að marg­ir væru í hjarta sínu sam­mála til­lögu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert