Siðareglur samþykktar

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ásamt forseta Íslands á Bessastöðum.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ásamt forseta Íslands á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

Ríkisstjórnin fjallaði um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, sem varðar siðareglur ráðherra og starfsfólk Stjórnarráðsins, á fundi sínum í morgun. Ákveðið hefur verið að setja siðanefnd á laggirnar sem mun sjá til þess að siðareglunum verði fylgt eftir.

Siðareglunum er ætlað að efla innra starf Stjórnarráðsins og lúta m.a. að hagsmunatengslum embættismanna og hegðun þeirra í starfi. 

Á vormánuðum 2009 skipaði forsætisráðherra starfshóp tveggja starfsmanna úr stjórnsýslunni og eins utanaðkomandi sérfræðings til að leggja drög að siðareglum fyrir ráðherra og starfsmenn ráðuneyta. Reglurnar eiga að tjá gildi og meginreglur stjórnsýslunnar og stuðla að faglegri þróun hennar. Um þessar siðareglur gildir sama og um aðrar slíkar reglur; þær eru viðbót við formlegar kröfur til stjórnsýslunnar, þ.e. þau lög og reglur sem um hana gilda. Þess vegna skiptir líka miklu máli að um setningu þeirra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert