SUS kvartar vegna ummæla fjármálaráðherra

Ólafur Örn Nielsen er formaður SUS
Ólafur Örn Nielsen er formaður SUS

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur sent umboðsmanni Alþingis bréf vegna ummæla fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar,  í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á Bylgjunni, sunnudaginn 10. janúar
síðastliðinn.

Fjármálaráðherra sagði þar, samkvæmt fréttatilkynningu frá SUS,  að kostnaður vegna kynningar á rökstuðningi ríkisstjórnar verði greiddur úr ríkissjóði, umfram það óháða kynningarefni sem kostað er þaðan sömuleiðis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert