Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur sent umboðsmanni Alþingis bréf vegna ummæla fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á Bylgjunni, sunnudaginn 10. janúar
síðastliðinn.
Fjármálaráðherra sagði þar, samkvæmt fréttatilkynningu frá SUS, að kostnaður vegna kynningar á rökstuðningi ríkisstjórnar verði greiddur úr ríkissjóði, umfram það óháða kynningarefni sem kostað er þaðan sömuleiðis.