Varað við hálku

Jim Smart

Vegagerðin varar við flughálku á Steingrímsfjarðarheiði og á Lágheiði. Þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Vegir eru auðir á Suður- og Vesturlandi. Á Vestfjörðum er sumstaðar hálka eða hálkublettir á heiðum og hálsum. Hálka er einnig í Ísafjarðardjúpi.

Á Norðurlandi er sumstaðar hálka á útvegum en aðalleiðir víðast auðar. Þó eru hálkublettir á Öxnadalsheiði, Mývatnsheiði og við Mývatn. Nokkur hálka er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði en hálkublettir víðar. Vegir eru auðir Suðausturlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert