Bos: Ekki hægt að hlaupast á brott

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands Reuters

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, segist skilja tilfinningar Íslendinga vel til Icesave-samkomulagsins en ríkið þurfi að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Bos segir í skriflegu svari til hollenska þingsins í gær að ríki geti ekki hlaupist á brott frá skuldbindingum sínum þrátt fyrir að það sé fjármálafyrirtæki í einkaeigu sem hafi valdið skuldbindingunum.

Greint er frá þessu á vef hollenska blaðsins Volkskrant.

Líkt og fram hefur komið hafa íslensk stjórnvöld ekki enn lagt fram formlega beiðni um nýjar viðræður um Icesave til hollenskra stjórnvalda. Að sögn Bos bíða hollensk stjórnvöld nú niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar en hún fer fram þann 6. mars nk.

Hollenska dagblaðið Volkskrant fjallar nánast daglega um Icesave

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert