Fréttaskýring: Komast undan persónulegri ábyrgð

Reuters
Nýtt ákvæði í skatta­lög­um um skatt­lagn­ingu arðs ger­ir það að verk­um að marg­ir sjá hag sín­um bet­ur borgið í sam­lags­fé­lagi eða sam­eign­ar­fé­lagi held­ur en einka­hluta­fé­lagi. Fyrr­nefndu rekstr­ar­formin bjóða upp á létt­bær­ari skatt­lagn­ingu á hagnað fyr­ir­tækja og fé­laga og við nú­ver­andi aðstæður má nán­ast ganga svo langt að segja einka­hluta­fé­lagið ónýtt rekstr­ar­form þegar um er að ræða fáa hlut­hafa.

Sýslu­menn sjá um skrán­ing­ar á stofn­un sam­lags­fé­laga og sam­eign­ar­fé­laga. Þegar í lok síðasta árs mátti greina tölu­verða aukn­ingu á skrán­ingu slíkra fé­laga og sama þróun hef­ur ein­kennt fyrstu tutt­ugu daga þessa árs. Mest hef­ur fjölg­un­in orðið í Reykja­vík.

Nær ekki til Suður­nesja

Það sem af er ár­inu 2010 hafa 25 ný sam­lags­fé­lög verið stofnuð og fimm sam­eign­ar­fé­lög. Þró­un­in er hins veg­ar ekki jafn skörp hjá öðrum embætt­um. Í Hafnar­f­irði voru 33 sam­lags­fé­lög eða sam­eign­ar­fé­lög stofnuð á síðasta ári. Sex fé­lög hafa verið stofnuð á fyrstu dög­um þessa árs en það er rétt tæp­lega helm­ingi færri fé­lög en allt árið 2008 þegar fjór­tán slík fé­lög voru skráð.

Þessi bylgja virðist þó ekki hafa náð til Suður­nesja eða Kópa­vogs. Hjá sýslu­mann­in­um í Kefla­vík voru þrjú sam­lags­fé­lög eða sam­eign­ar­fé­lög stofnuð á ár­inu 2008, fjög­ur árið 2009 og eitt sam­lags­fé­lag það sem af er ári. Í Kópa­vogi voru sex­tán fé­lög skráð 2008, fimmtán á síðasta ári og fimm það sem af er mánuði.

Einka­hluta­fé­lag ber ábyrgðina

Skýr­ing­in á því hvers vegna færri hafa stofnað sam­lags­fé­lög og sam­eign­ar­fé­lög hingað til er hin ótak­markaða ábyrgð fé­lags­manna. Menn leysa það í dag með því að stofna einka­hluta­fé­lag sem látið er bera hina ótak­mörkuðu ábyrgð og eru eig­end­ur þess svo einnig stofn­end­ur í fé­lag­inu en bera ein­ung­is tak­markaða ábyrgð. Þar sem eig­end­ur einka­hluta­fé­laga bera tak­markaða ábyrgð ber í raun eng­inn fulla per­sónu­lega ábyrgð á skuld­bind­ing­um sam­lags­fé­lag­ins.

All­ar eign­ir einka­hluta­fé­lags­ins standa þó að sjálf­sögðu að baki ótak­mörkuðu ábyrgðinni og renna upp í skuld­ir sam­lags­fé­lags­ins sé það tekið til gjaldþrota­skipta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert