Lottóvinningur upp á 44,6 milljónir til Íslands

Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu fer til Íslands þessa vikuna
Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu fer til Íslands þessa vikuna

Þrír heppnir Víkingalottóspilarar skiptu með sér potti kvöldsins og fékk hver um sig 44.601.000 krónur og miðarnir voru seldir í Noregi, Finnlandi og hér á Íslandi.  Miðinn hér á landi var nánar tiltekið seldur í Skeljungi við Skagabraut á Akranesi á laugardaginn. 

Vinningsmiðinn er 10 raða sjálfvalsmiði með Jóker, samkvæmt fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá.  Þetta er í 16. skipti sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands en þann 11. nóvember á síðasta ári vann heppin fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 107 milljónir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert