Lottóvinningur upp á 44,6 milljónir til Íslands

Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu fer til Íslands þessa vikuna
Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu fer til Íslands þessa vikuna

Þrír heppn­ir Vík­ingalottó­spil­ar­ar skiptu með sér potti kvölds­ins og fékk hver um sig 44.601.000 krón­ur og miðarn­ir voru seld­ir í Nor­egi, Finn­landi og hér á Íslandi.  Miðinn hér á landi var nán­ar til­tekið seld­ur í Skelj­ungi við Skaga­braut á Akra­nesi á laug­ar­dag­inn. 

Vinn­ings­miðinn er 10 raða sjálf­valsmiði með Jóker, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Íslenskri get­spá.  Þetta er í 16. skipti sem fyrsti vinn­ing­ur í Vík­ingalottó­inu kem­ur til Íslands en þann 11. nóv­em­ber á síðasta ári vann hepp­in fjöl­skylda á höfuðborg­ar­svæðinu rúm­lega 107 millj­ón­ir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert