Skipverjar á Tryggva Eðvarðs SH-2 frá Rifi eru í þessum mánuði búnir að setja Íslandsmet í aflaverðmæti í einum mánuði, þótt ekki séu nema nítján dagar liðnir af mánuðinum, að því er segir á fréttavefnum Skessuhorn.
„Trónir báturinn í efsta sæti báta yfir 10 brúttótonn með 142 tonna afla í 14 róðrum að verðmæti 45 milljónir króna. Afar vel hefur fiskast hjá bátum á Snæfellsnesi að undanförnu og til marks um það eru fjórir af tíu aflahæstu bátunum að gera út þaðan," samkvæmt frétt Skessuhorns.