ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum

Myndin tengdist ekki umræddum aðalfundi.
Myndin tengdist ekki umræddum aðalfundi. mbl.is/Kristinn

Öryrkjabandalag Íslands mótmælir þeim kjaraskerðingum sem felast í því að aftengja lög er tryggja hækkun lífeyris miðað við vísitölu en halda verðtryggingu lána, sem hefur hækkað húsnæðiskostnað upp úr öllu valdi. Þetta kemur fram í ályktun aðalstjórnar ÖBÍ sem var að ljúka rétt í þessu.

„Öryrkjabandalag Íslands mótmælir þeirri breytingu á lögum er gera Úrskurðarnefnd almannatrygginga kleift að beita aðfararhæfi gegn þeim er Tryggingastofnun ríkisins telur sig hafa ofgreitt. Með þessu getur ÚRAL gengið að eignum fólks án dómsúrskurðar, sem þarf við almennar skuldir. Lífeyrisþegar eru þannig orðnir annars flokks borgarar.

Öryrkjabandalag Íslands mótmælir þeirri áráttu stjórnvalda að byrja ávallt á lífeyrisþegum þegar þarf að draga saman seglin. Með því að skerða lífeyri fólks og auka kostnaðarþátttöku þess í heilbrigðiskerfinu verða einstaklingarnir veikari fyrir og þurfa á dýrari úrræðum að halda síðar,“ segir í ályktun ÖBÍ.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka