Ólafur Ragnar í Abu Dhabi

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

For­seti Íslands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son flyt­ur á morg­un lokaræðuna á Heimsþingi hreinn­ar orku sem haldið er í Abu Dhabi. Heimsþingið sæk­ir fjöldi for­seta, for­sæt­is­ráðherra, um­hverf­is­ráðherra og orkuráðherra víða að úr ver­öld­inni auk vís­inda­manna, tækni­manna, sér­fræðinga og for­ystu­manna í at­vinnu­lífi, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu.

Á þing­inu sýna um 600 fyr­ir­tæki og stofn­an­ir á sviði hreinn­ar orku nýja tækni og vör­ur. Útflutn­ings­ráð hef­ur skipu­lagt þátt­töku ís­lenskra fyr­ir­tækja og sýn­ing­araðstöðu á þing­inu.

For­seti þáði boð stjórn­valda í Abu Dhabi um að sækja þingið á heim­leið sinni frá Indlandi. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt þing er haldið en for­seti átti á sín­um tíma þátt í að und­ir­búa hið fyrsta og flutti þá ræðu við opn­un­ina.

For­seti hef­ur átt viðræður við fjölda ráðamanna sem sækja þingið, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert