Rætt um eignarhald á bönkunum

Lilja Mósesdóttir er formaður viðskiptanefndar Alþingis
Lilja Mósesdóttir er formaður viðskiptanefndar Alþingis mbl.is

Viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan 8:30 í morgun en á fundinum er rætt um eignarhald bankanna og efnahagsreikninga þeirra. Jafnframt er rætt um 43. grein laga um fjármálafyrirtæki. Í henni er fjallað um hæfi umsækjenda um að eiga eignarhlut í fjármálafyrirtæki.

„Telji Fjármálaeftirlitið umsækjanda ekki hæfan til þess að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis skal það synja umsækjanda um leyfi til þess.

Fjármálaeftirlitinu er þó heimilt að fallast á umsókn, þrátt fyrir að umsækjandi teljist ekki hæfur til að eiga eignarhlutinn, gegn því að umsækjandinn grípi til ráðstafana í því skyni að takmarka skaðleg áhrif af eignarhaldi hans, t.d. að fela eignarhaldið sérstöku eignarhaldsfélagi sem hafi ekki aðra starfsemi með höndum eða tilnefna einstaklinga sem Fjármálaeftirlitið metur hæfa sem fulltrúa sína í félagsstjórn.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skv. 1. mgr. skal vera skrifleg og hafa borist umsækjanda innan eins mánaðar frá þeim degi er því bárust fullnægjandi upplýsingar ásamt fylgigögnum. Berist ákvörðun Fjármálaeftirlitsins umsækjanda ekki innan þess tíma telst það hafa samþykkt umsóknina. Rökstuðningur skal fylgja synjun Fjármálaeftirlitsins á umsókn."













mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert