Þrumur og eldingar yfir suðvesturhorninu

Eldingarnar sáust greinilega yfir Reykjanesbæ
Eldingarnar sáust greinilega yfir Reykjanesbæ Víkurfréttir - Hilmar Bragi

Kalt og óstöðugt skúraloft fylgdi í kjölfar kuldaskila sem fóru yfir Ísland í nótt og þá getur myndast svokallaður skúragarður. Nú síðdegis hafa eldingar sést á lofti í slíkum skúragarði um landið suðvestanvert að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Aðspurður segir hann að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af þrumuveðrinu. Þetta sé hins vegar fremur óvenjulegt. „Þetta gerist einstöku sinni í öflugustu skúraveðrum.“

Bætt við klukkan 17:58 - þrumur hafa einnig heyrst á höfuðborgarsvæðinu og eldingar lýst upp himinn á sjötta tímanum.

Að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands, má búast við því að þrumuveðrið gangi hratt yfir á höfuðborgarsvæðinu. Segir hann skúragarðinn í framhaldinu ganga norður fyrir og koðna niður, en nái kannski í millitíðinni eitthvað að hrella Skagamenn eða Borgnesinga.

Spurður hversu oft þrumur og eldingar verði hérlendis segir Teitur að svona verður geri einu sinni til tvisvar í mánuði. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta nær að hitta þannig á að fólk sér eldingarnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka