Veiði leyfð á 1.272 hreindýrum

Hreindýr rétt norðan við Þvottárskriður
Hreindýr rétt norðan við Þvottárskriður Ómar Óskarsson

Leyft verður að veiða 1.272 hreindýr í haust samkvæmt skilavef veiðikorta hjá Umhverfisstofnun. Ekki verður leyft að fella hreindýrskálfa á næsta veiðitímabili og er það breyting frá fyrri árum. Í fyrra voru gefin út 1.333 veiðileyfi á hreindýr.

Tarfaveiðileyfi á svæðum 1 og 2 eiga að kosta 125 þúsund krónur hvert og leyfi til veiða á kúm á sömu svæðum kosta 70 þúsund. Tarfaleyfi á öðrum svæðum kosta 90 þúsund og kýrleyfin 50 þúsund hvert.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert