Aldrei ríkt eins mikil óvissa

Elliði Vignisson.
Elliði Vignisson.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á baráttufundi gegn fyrningarleið í Höllinni í kvöld, að aldrei í þúsund ára sögu byggðar í Eyjum hafi ríkt jafn mikil óvissa um afkomu íbúa þar og nú.

Elliði sagði, að svonefnd fyrningarleið væri ekki lengur kaffihúsaspeki heldur yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd með frumvarpi um skötuselskvóta, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Endastöðin á fyrningarleiðinni væri, að byggð myndi leggjast af í Vestmannaeyjum.

Þá spurði hann hvort það væri sanngjarnt að skella á útflutningsálagi, sem skaðaði fyrst og fremst markaði sem Eyjamenn hefðu byggt upp.  

Baráttufundurinn var haldinn á vegum Vestmannaeyjabæjar og félaga bæði sjómanna og útvegsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert