Eggert og Rangárþing eystra semja

Eggert Haukdal og Ragnar Aðalsteinsson utan við Hæstarétt á síðasta …
Eggert Haukdal og Ragnar Aðalsteinsson utan við Hæstarétt á síðasta ári. mynd/Geir Ragnarsson

Eggert Hauk­dal, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og odd­viti Vest­ur-Land­eyja, og Rangárþing eystra hafa náð sam­komu­lagi vegna krafna sem Eggert hef­ur haft uppi á hend­ur sveit­ar­fé­lag­inu vegna kostnaðar og óþæg­inda sem hann tel­ur sig hafa orðið fyr­ir í tengsl­um við op­in­bert mál sem rekið var á hend­ur hon­um vegna meintra fjár­muna­brota í störf­um hans fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lags­ins.

Eggert var á sín­um tíma dæmd­ur fyr­ir brot í op­in­beru starfi en Hæstirétt­ur tók málið upp að nýju árið 2008 og var þá sýknaður af öll­um ákæru­liðum um fjár­muna­brot í starfi sínu fyr­ir Vest­ur-Land­eyj­ar.

Fram kem­ur í fund­ar­gerð sveit­ar­stjórn­ar Rangárþings eystra, að sveit­ar­fé­lagið hafi nú greitt Eggerti 1,7 millj­ón­ir króna sem fullnaðargreiðslu án viður­kenn­ing­ar aðila sam­komu­lags­ins á þeim sjón­ar­miðum sem haldið hafi verið fram í mál­inu fram til þessa dags. Telj­ist mál­inu því nú al­farið lokið milli Eggerts og Rangárþings eystra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka