Engin svör hafa borist að utan

Fulltrúar flokkanna á þingi á fundi í Stjórnarráðinu.
Fulltrúar flokkanna á þingi á fundi í Stjórnarráðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Enginn fundur var haldinn á milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu, um hugsanlegar nýjar viðræður við Breta og Hollendinga í Icesave-málinu, í Stjórnarráðinu í gærkvöldi, eins og stefnt hafði verið að.

Eftir fundinn á mánudagskvöld, sem skilaði heldur litlu, hafði verið stefnt að því að funda aftur í gær.

Ástæða þess að ekki var haldinn fundur var sú, tjáði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra formönnum stjórnarandstöðuflokkanna símleiðis í gærkvöldi, að ekki höfðu í gær borist nein svör frá Hollendingum og Bretum um það hvort hægt yrði að taka upp nýjar viðræður.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert