Enn mótmælt á Austurvelli

Frá fyrri mótmælum Hagsmunasamtaka heimilanna.
Frá fyrri mótmælum Hagsmunasamtaka heimilanna. mbl.is/Golli

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boða enn og aftur  til kröfufundar á Austurvelli nk. laugardag kl. 15. Í tilkynningu er bent á að enn séu „heimilin í landinu ekki farin að sjá raunverulegar leiðréttingar á stökkbreyttum lánum sínum né heldur neinar yfirlýsingar frá stjórnvöldum eða áform um afnám verðtryggingar til frambúðar.“

Ræðumenn fundarins verða Jóhannes Björn Lúðvíksson, höfundur bókarinnar Falið vald, og Atli Steinn Guðmundsson, ungur fjölskyldufaðir sem hefur ákveðið að flytjast frá landinu með fjölskyldu sína vegna ástandsins og aðgerðarleysis stjórnvalda, að því er segir í tilkynningunni. Þá mun Eiríkur Stefánsson ræða um verkalýðshreyfingu á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert