Fiskiskipafloti Vestmannaeyingar er mestu kominn í höfn en í kvöld hefur verið boðaður fundur í Eyjum til að mótmæla m.a. fyrirhugaðri fyrningarleið og útflutningsálagi. Útgerðarmenn, sjómenn, fiskvinnsla og bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum standa fyrir fundinum.
Yfirskrift fundarins er „Fyrnum fyrningarleiðina“. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að boðuð breyting á skötuselskvóta ein og sér kosti hagkerfi Eyjanna um 400 milljónir króna á ári og útflutningsálagið kosti samfélagið í Vestmannaeyjum um 200 milljónir. „Fyrningarleiðina þarf ekki að ræða því fyrirtækin og samfélagið hér færu lóðbeint á hausinn með slíkum aðgerðum,“ segir Elliði.