Eyjaflotinn kominn í höfn

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, fylgist með Vestmannaey VE leggjast við bryggju …
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, fylgist með Vestmannaey VE leggjast við bryggju í dag. mbl.is/Sigurgeir

Fiski­skipa­floti Vest­manna­ey­ing­ar er mestu kom­inn í höfn en  í kvöld hef­ur verið boðaður fund­ur  í Eyj­um til að mót­mæla m.a. fyr­ir­hugaðri fyrn­ing­ar­leið og út­flutn­ings­álagi. Útgerðar­menn, sjó­menn, fisk­vinnsla og bæj­ar­yf­ir­völd í Vest­manna­eyj­um standa fyr­ir fund­in­um.

Yf­ir­skrift fund­ar­ins er „Fyrn­um fyrn­ing­ar­leiðina“. Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri seg­ir að boðuð breyt­ing á skötu­s­elskvóta ein og sér kosti hag­kerfi Eyj­anna um 400 millj­ón­ir króna á ári og út­flutn­ings­álagið kosti sam­fé­lagið í Vest­manna­eyj­um um 200 millj­ón­ir. „Fyrn­ing­ar­leiðina þarf ekki að ræða því fyr­ir­tæk­in og sam­fé­lagið hér færu lóðbeint á haus­inn með slík­um aðgerðum,“ seg­ir Elliði. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert