Eyjafundi útvarpað á netinu

Fiskiskipaflotinn í Eyjum er nánast allur í höfn í dag.
Fiskiskipaflotinn í Eyjum er nánast allur í höfn í dag. mbl.is/Sigurgeir

Ákveðið hef­ur verið að hafa beina út­send­ingu frá bar­áttufundi gegn fyrn­ing­ar­leið í sjáv­ar­út­vegi, sem hald­inn verður í kvöld í Vest­manna­eyj­um. Fund­ur­inn verður hald­inn í sam­komu­hús­inu Höll­inni og hefst klukk­an 20. Sent verður út frá fund­in­um á vefn­um Eyja­f­rétt­um.

Boðað er til fund­ar­ins und­ir yf­ir­skrift­inni „Fyrn­um fyrn­ing­ar­leiðina“ gegn fyrn­ing­ar­leið í sjáv­ar­út­vegi, út­flutn­ings­álagi á ís­fiski, af­námi sjó­manna­afslátt­ar og aðför að lands­byggðinni.

Fund­ar­boðend­ur eru Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn, Skip­stjóra- og stýri­manna­fé­lagið Verðandi, Fé­lag vél­stjóra- og málm­tækni­manna, God­thaab í Nöf, Útvegs­bænda­fé­lag Vest­manna­eyja, Útvegs­bænda­fé­lagið Heima­ey og Vest­manna­eyja­bær.

Sér­stak­ur gest­ur fund­ar­ins verður Vil­hjálm­ur Eg­ils­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, en einnig flytja ávörp Sig­urður Sveins­son, vara­formaður Sjó­manna­fé­lags­ins Jöt­uns, Eyþór Harðar­son, vara­formaður Útvegs­bænda­fé­lags Vest­manna­eyja, Friðrik Björg­vins­son, umboðsmaður Fé­lags vél­stjóra- og málm­tækni­manna og Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

Eyja­f­rétt­ir.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert