Far með Herjólfi á 600 krónur?

Landeyjahöfn.
Landeyjahöfn.

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til að fullborgandi farþegar  greiði  600 krónur fyrir farið milli Eyja og Landeyjafjöru þegar siglingar hefjast þangað í sumar. Þá verði fargjaldi 1200 krónur fyrir bíl.  

Í útboði ríkiskaupa í janúar 2008 á rekstri Herjólfs var gert ráð fyrir því að hver eining í Herjólf eftir að siglingar hæfust í Land-Eyjahöfn kostaði 250 krónur. Gengið var út frá því að fullborgandi farþegi greiddi 2 einingar, eða 500 krónur og 4 einingar fyrir bíl eða 1000 krónur.

Bæjarráð fjallaði um málið í vikunni og kemur fram á vegnum Eyjar.net að ráðið telji það bæði sanngjarnt og eðlilegt að gjaldskráin taki breytingum miðað við vísitöluþróun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert