Flugvél Flugfélags Íslands á leið frá Ísafirði lenti í mikilli ókyrrð þegar flogið var uppúr Skutulsfirðinum, en vélin hætti við lendingu á Ísafirði. Öllu flugi til og frá Ísafirði hefur verið aflýst í dag en athuga á með flug á ný í fyrramálið.
Vélin
fór af stað frá Reykjavík um kl. 10:15 með 23 farþega um borð ásamt
þriggja manna áhöfn. Í aðflugi inn á Ísafjarðarflugvöll var ákveðið að
hætta við lendingu vegna nokkurrar ókyrrðar, þegar vélin hinsvegar
flýgur frá Ísafjarðarflugvelli lendir hún í mikilli ókyrrð. Vélinni var
síðan flogið til Reykjavíkur þar sem lent var um kl. 11:50. Þetta kemur fram á vef Flugfélags Íslands.
Við
komuna í Reykjavík fór áhöfn vélarinnar ítarlega yfir flugið með
farþegum vélarinnar og útskýrði hvað gerst hafði, einnig var farþegum
boðin áfallahjálp.