Ísland forgangsverkefni hjá Norðurlöndunum

Bertel Haarder.
Bertel Haarder.

Dan­ir fara nú með for­mennsku í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni. Bertel Haar­de, sam­starfs­ráðherra Norður­land­anna í Dan­mörku, seg­ir við frétta­vef Bør­sen í kvöld, að það sé for­gangs­verk­efni hjá ráðherra­nefnd­inni á ár­inu að gera allt sem í henn­ar valdi standi til að rétta Íslandi hjálp­ar­hönd í efna­hags­mál­um.

„Þetta kem­ur ekki fram í for­mennsku­áætlun okk­ar því þetta er mál sem er í stöðugri þróun. En þetta er al­gert for­gangs­mál," seg­ir Haar­der.

Hann seg­ist vera sann­færður um, að Íslend­ing­ar og ís­lensk stjórn­völd séu staðráðin í því að standa við skuld­bind­ing­ar lands­ins á alþjóðavett­vangi. Hann seg­ist ekki vilja vera með vanga­velt­ur um hvaða af­leiðing­ar það hafi felli Íslend­ing­ar Ices­a­ve-lög­in í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert