Ísland forgangsverkefni hjá Norðurlöndunum

Bertel Haarder.
Bertel Haarder.

Danir fara nú með formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Bertel Haarde, samstarfsráðherra Norðurlandanna í Danmörku, segir við fréttavef Børsen í kvöld, að það sé forgangsverkefni hjá ráðherranefndinni á árinu að gera allt sem í hennar valdi standi til að rétta Íslandi hjálparhönd í efnahagsmálum.

„Þetta kemur ekki fram í formennskuáætlun okkar því þetta er mál sem er í stöðugri þróun. En þetta er algert forgangsmál," segir Haarder.

Hann segist vera sannfærður um, að Íslendingar og íslensk stjórnvöld séu staðráðin í því að standa við skuldbindingar landsins á alþjóðavettvangi. Hann segist ekki vilja vera með vangaveltur um hvaða afleiðingar það hafi felli Íslendingar Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka