Mál mótmælenda þingfest

Nokkrir af sakborningunum koma í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Nokkrir af sakborningunum koma í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. mbl.is/RAX

Ákæru rík­is­sak­sókn­ara gegn níu mót­mæl­end­um sem brut­ust sér leið inn í Alþing­is­húsið 8. des­em­ber 2008 var þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un. Eng­inn ákærðu tók af­stöðu til ákær­unn­ar, en það munu þau gera þegar málið verður tekið fyr­ir næst, 9. fe­brú­ar nk.

Ekki voru all­ir sak­born­inga mætt­ir til þing­fest­ing­ar. Einn þeirra er stadd­ur í út­lönd­um og ann­ar úti á landi. Þeir sem mætt­ir voru reyndu nokkr­ir að fela and­lit sín fyr­ir vök­ulu auga fjöl­miðla á meðan öðrum stóð á sama. „Það þekkja þig all­ir,“ sagði einn og hvatti fé­laga sinn til að taka niður tref­il sem hann hafði vafið utan um and­litið.

Þegar inn í rétt­ar­sal­inn var komið þurftu þó all­ir að taka höfuðföt sín og and­lits­grím­ur niður. Bekk­ur­inn var þétt­set­inn, hvort sem er sak­born­ing­um, fé­lög­um þeirra, fjöl­miðlafólki og öðrum áhorf­end­um. Þing­hald var stutt, ekki nema um tíu mín­út­ur. Pét­ur Guðgeirs­son, dóm­ari máls­ins, spurði hvern og einn sak­born­ing hvort hann vildi taka af­stöðu til ákær­unn­ar. All­ir neituðu þeir.

At­hygli vakti, að tveim­ur lög­reglu­bíl­um var lagt skammt frá héraðsdómi en enga lög­reglu­menn var að sjá inni í hús­inu. Þegar blaðamaður hélt á braut eft­ir þing­haldið gengu all­marg­ir lög­reglu­menn út um bak­dyr dóm­stóls­ins og stigu um borð í bíl­anna. Gera má að því skóna, að lög­regla hafi verið við öllu búin, kæmi til átaka í rétt­ar­saln­um. Sak­born­ing­ar voru hins veg­ar hinir ró­leg­ustu og þurftu lög­reglu­menn því ekki að sýna sig.

Mál án hliðstæðu

í frétt Morg­un­blaðsins frá 9. des­em­ber 2008 var sagt frá at­b­urðunum í Alþing­is­hús­inu. Þar sagði: „Þing­fund­ur hófst í gær eins og hver ann­ar fund­ur. Siv Friðleifs­dótt­ir steig í pontu í þeim til­gangi að beina fyr­ir­spurn til fjár­málaráðherra en komst ekki langt því ofan af þing­pöll­um mátti heyra hrópað: „Drullið ykk­ur út!“ Karl og kona voru fjar­lægð af pöll­un­um en héldu áfram að hrópa, m.a. að rík­is­stjórn­in ætti að víkja.“

Á milli tutt­ugu og þrjá­tíu manns komust inn í Alþing­is­húsið og ruddu þing­vörðum úr vegi. Einn þing­vörður þurfti að leita á slysa­varðstofu eft­ir að hafa verið hrint á ofn þegar ruðst var upp stiga­gang­inn og tveir lög­reglu­menn þurftu aðhlynn­ingu þar sem þeir höfðu verið bitn­ir í hend­ur og bak.

Þing­mönn­um og starfs­fólki Alþing­is var mjög brugðið og á at­vikið sér enga hliðstæðu. Þótt komið hafi til óeirða fyr­ir utan þing­húsið hafði aldrei verið ruðst inn í það með þess­um hætti.

Skaðabóta­kröf­ur og viður­lög þung

Þing­vörður­inn sem hrint var á ofn­inn tognaði á hálsi og hrygg. Hann krefst tæp­lega 600 þúsund króna í skaðabæt­ur vegna árás­ar­inn­ar. Einnig slösuðust lög­reglu­menn og hlaut einn af þeim 8% ör­orku vegna áverka sinna.

Mót­mæl­end­urn­ir eru ákærðir fyr­ir brot gegn 100. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga. Hún hljóðar svo: „Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, læt­ur boð út ganga, sem að því lýt­ur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fang­elsi ekki skem­ur en 1 ár, og get­ur refs­ing­in orðið ævi­langt fang­elsi, ef sak­ir eru mjög mikl­ar.“

Verði mót­mæl­end­ur sak­felld­ir er því ljóst að þeirra bíður þung refs­ing. 

Á milli tuttugu og þrjátíu mótmælendur brutu sér leið inn …
Á milli tutt­ugu og þrjá­tíu mót­mæl­end­ur brutu sér leið inn í Ailþing­is­húsið og neituðu að yf­ir­gefa það. Níu þeirra hafa verið ákærðir vegna þess. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka