Margir missa vinnuna á RÚV

Ríkisútvarpið
Ríkisútvarpið mbl.is/Árni Sæberg

Mörg­um starfs­mönn­um Rík­is­út­varps­ins var sagt upp í dag og bú­ist er við að enn fleiri fá upp­sagn­ar­bréf á morg­un. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var þrem­ur starfs­mönn­um Kast­ljóss­ins sagt upp störf­um.

Starfs­manna­fund­ur verður hald­inn á morg­un þar sem nán­ar verður greint frá upp­sögn­um og niður­skurði.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins munu 15-18 starfs­menn RÚV missa vinn­una. Útvarps­stjóri mun kynna niður­skurð og upp­sagn­ir sem þeim fylgja á starfs­manna­fundi á morg­un. Þeir starfs­menn Kast­ljóss­ins sem sagt var upp eru, skv. heim­ild­um Morg­un­blaðsins, Þóra Tóm­as­dótt­ir, Jó­hanna Vil­hjálms­dótt­ir og Elsa María Jak­obs­dótt­ir. Þá var El­ínu Hirst, frétta­manni og fyrr­um frétta­stjóra Sjón­varps­ins, sagt upp störf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert