Mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum í dag að koma á fót almennri lögfræðilegri ráðgjöf fyrir borgarbúa í ljósi versnandi skuldastöðu heimilanna.
Ráðgjöfinni verður sinnt af Orator, félagi laganema, undir leiðsögn lögfræðings. Byrjað verður að veita þjónustuna í febrúar á stofnunum borgarinnar s.s. bókasöfnum eða þjónustumiðstöðvum. Ráðgjöfin verður veitt vikulega fram á vorið til reynslu og verður borgarbúum að kostnaðarlausu.
Mannréttindastjóra hefur verið falið að útfæra tillöguna frekar.